Vilja vísa Icesave-máli frá

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Ómar

Önnur umræða um frumvarp um ríkisábyrgð vegna Icesave-samningana við Breta og Hollendinga er hafin á Alþingi. Framsóknarmenn vilja, að frumvarpinu verði vísað frá og að ríkisstjórninni verði falið að taka upp viðræður á nýjan leik við bresk og hollensk stjórnvöld.

Þrjú álit liggja fyrir þinginu frá fjárlaganefnd. Fulltrúar Samfylkingar, VG og Borgarahreyfingarinnar standa að meirihlutaálitinu, fulltrúar Sjálfstæðisflokks skila sérstöku áliti og fulltrúi Framsóknarflokksins sömuleiðis.

Í frávísunartillögu Höskuldar Þórhallssonar, fulltrúa Framsóknarflokks í fjárlaganefnd, segir að  mörg álitaefni og gallar séu á málatilbúnaði ríkisstjórnarinnar við þinglega meðferð málsins. Þá séu samningarnir ekki í samræmi við umboð Alþingis frá 5. desember 2008, sem kvað á um að mál skyldu leidd til lykta á grundvelli hinna umsömdu viðmiða, Brussel-viðmiðanna svokölluðu. Þá séu  endurskoðunarákvæði samninganna þegar virk vegna skuldastöðu þjóðarinnar.

Höskuldur leggur einnig fram breytingartillögur við frumvarpið til vara, m.a. um að vaxtagreiðslur miðist við gildistöku Icesave-samninganna, 27. júlí 2009, en ekki við febrúar eins og samningarnir kveða á um.

Nefndarálit og breytingartillögur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert