1.264 tilfelli flensunnar skráð

Haraldur Briem sóttvarnarlæknir
Haraldur Briem sóttvarnarlæknir mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Alls hafa verið skráð 1.264 tilfelli inflúensu frá 29. júní til 13. september á Íslandi. Þar af voru 570 karlar og 694 konur.

Faraldurinn færðist í aukana um miðjan ágústmánuð og hefur vikulegur fjöldi tilfella á landsvísu verið svipaður síðastliðnar vikur. Flest tilfelli hafa greinst á suðvesturhorni landsins en fæst í Vestmannaeyjum. Svo virðist sem faraldurinn hafi náð hámarki á landsbyggðinni um miðjan ágúst (í viku 33) en eftir það tilfellum hafi síðan fækkað nokkuð.

Á höfuðborgarsvæðinu hefur vikulegur fjöldi tilfella verið svipaður síðastliðnar viku og virðist faraldurinn í hraðari útbreiðslu á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Flest tilfellin eru í aldurshópnum 15-34 ára, að því er fram kemur á vef landlæknisembættisins.

Sjá nánar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert