Fiskvinnslan verði heima

Úr fiskvinnslu Granda.
Úr fiskvinnslu Granda. Þorkell Þorkelsson

„Vert er að taka fram að okkur ber að reyna með öllum ráðum að halda uppi atvinnustigi í landinu. Í ljósi þess langar mig að spyrja hæstvirtan sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hvort hann geti beitt einhverjum ráðum til þess að auka fiskvinnslu hér í landinu,“ sagði Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í fyrirspurn til Jóns Bjarnasonar ráðherra.

Jón sagði í svari sínu að útflutningur á óunnum fiski í gámi hefði verið til skoðunar hjá ráðuneytinu í sumar. Magnið hefði aukist hin síðari ár og væri nú á milli 50.000 og 60.000 tonn af botnfiskafla. Eftir að heimildir til ýsuveiða hefðu verið minnkaðar hefði samkeppnin um ýsuaflann harðnað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert