Afskrifa líklega milljarða vegna lána Jötuns Holding

Afskrifa þarf milljarða lána sem stofnað var til vegna valdabaráttu …
Afskrifa þarf milljarða lána sem stofnað var til vegna valdabaráttu í Glitni. Friðrik Tryggvason

Útlit er fyrir að lánveitendur þurfi að afskrifa milljarða króna vegna lána til eignarhaldsfélagsins Jötuns Holding sem var í lykilhlutverki í valdabaráttu í Glitni á vordögum 2007.

Félagið, sem var í eigu Baugs Group, Fons og skoska kaupsýslumannsins Toms Hunters, skuldaði 23,3 milljarða króna í árslok 2007 en félagið keypti rúmlega 5 prósenta hlut í Glitni í mars og apríl sama ár og fékk lán til þess upp á rúma 17 milljarða.

Einu eignir Jötuns voru hlutabréf í Glitni og síðar FL Group. Tap vegna hlutabréfakaupanna og skipta í bréf í FL Group lendir því hjá þeim sem veittu lánin.

Ekki hefur fengist uppgefið hvaða banki lánaði Jötni. Lána til félagsins er  ekki getið í lánabók Kaupþings frá 25. sept. 2008. 

Nánar er fjallað um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Lán til Jötuns að fullu greidd

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert