Jóhannes Jónsson: Ekkert óeðlilegt við samstarfið

Jóhannes Jónsson
Jóhannes Jónsson mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Jóhannes Jónsson, stofnandi Bónuss og stjórnarformaður Haga hf., segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að ekkert sé óeðlilegt við það, að bankinn vinni með núverandi eigendum, sem þekkja félagið og hafa stofnað til góðra viðskiptasambanda í gegnum áratugi, enda um verðmætar eignir að ræða.

 „Það getur skipt máli fyrir framtíðarvirði þeirra. Og auðvitað er það von manna að þessi endurskipulagning verði til þess að allar kröfur Kaupþings innheimtist að lokum. Öll fyrirtæki í landinu þurfa tíma og endurskipulagningu til að halda áfram."

Jóhannes segir að viðræður eiga sér nú stað við Nýja Kaupþing banka hf. um málefni Haga. „Viðræðurnar eru í eðlilegum farvegi. Gert er ráð fyrir að erlendir fjárfestar komi með verulegt nýtt fé inn í félagið. Það fé verður nýtt til að gera upp skuldir 1998 með staðgreiðslu, auk þess sem bankinn eignast hlutafé í 1998 ehf. Með því er hámarksendurgreiðsla til bankans tryggð. Engar afskriftir verða á skuldum Haga hf., sem voru endurfjármagnaðar nú í október."


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka