Forvarnarverðlaun veitt á Bessastöðum

Forsetahjónin ásamt verðlaunahöfunum á Bessastöðum
Forsetahjónin ásamt verðlaunahöfunum á Bessastöðum

Sigurvegarar í ratleik Forvarnardagsins 2009 tóku við verðlaunum fyrir frammistöðuna á Bessastöðum í dag. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti grunnskólanemunum verðlaunin.

Sigurvegararnir í ár eru þau Logi Sigursveinsson, fá Grunnskóla Snæfellsbæjar í Ólafsvík, Anna Þuríður Sigurðardóttir frá Grunnskóla Bolungarvíkur og Anna Margrét Arnarsdóttir frá Nesskóla í Neskaupsstað.

Forvarnardagurinn var haldinn um allt land þann 30. september síðastliðinn, fjórða árið í röð. Dagskráin er miðuð við nemendur í 9. bekkjum grunnskólanna sem taka virkan þátt í verkefnum, þ.á.m. net-ratleiknum. 

Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Ungmennafélag Íslands, ÍSÍ, auk Reykjavíkurborgar, Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert