Loka á Norðfirði

Frá Norðfirði.
Frá Norðfirði. mbl.is / Helgi Bjarnason

Skrifstofu sveitarfélagsins Fjarðabyggðar á Norðfirði verður lokað um áramótin og flyst starfsemi hennar til Reyðarfjarðar. Tilkynnt var um þetta á fundi með starfsmönnum í dag, að því er fram kemur á vef Ríkisútvarpsins.

Á skrifstofunni í Neskaupstað eru 11 starfsmenn sem munu sækja vinnu á Reyðarfjörð. Haft er eftir Guðmundi Þorgrímssyni, formanni bæjarráðs Fjarðabyggðar, að breytingarnar muni spara sveitarfélaginu um 15 milljónir kr. á ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert