Áhersla lögð á að Ísland standi við skuldbindingar sínar

Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir á Alþingi
Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir á Alþingi mbl.is/Árni Sæberg


Utanríkisráðuneytið hefur tekið saman yfirlit yfir aðgerðir stjórnvalda til að kynna erlendis þá stöðu í Icesavemálinu sem kom upp þegar forseti Íslands synjaði lögunum staðfestingar. Þær hafa einkum falist í samskiptum við fulltrúa annarra ríkja og erlenda fjölmiðla, að því er segir á vef ráðuneytisins.

Meðal meginskilaboða í samtölum fulltrúa Íslands hafa verið að Ísland muni standa við skuldbindingar sínar, vilji finna sanngjarna lausn á málinu í sátt við önnur ríki og að þjóðaratkvæðagreiðsla um málið sé nú í undirbúningi.

Sjá nánar á vef utanríkisráðuneytisins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert