Samið á nýjum forsendum

reuters

„Það er mjög mikilvægt að íslensk stjórnvöld hafa frá fyrsta degi haldið til haga þeirri lagalegu stöðu sem við teljum Íslendinga hafa í málinu. Við teljum okkur ekki bera neinar skýrar lagalegar skuldbindingar í því,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.

Í grein í Morgunblaðinu í gær hvöttu Jón Steinar Gunnlaugsson og Sigurður Líndal alla flokka til að sammælast um þá stefnu að tilkynna breskum og hollenskum yfirvöldum að umbeðin ríkisábyrgð vegna Icesave yrði ekki veitt nema að undangengnum dómi hlutlauss dómstóls.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði aðspurður að ekki hefði verið haldinn fundur með leiðtogum stjórnarandstöðunnar í gær vegna þess að í raun hefði ekki gerst neitt í Icesave-málinu í bili.

Ráðherra var spurður hvort hann hefði lesið grein þeirra Jóns Steinars og Sigurðar um Icesave. „Já það vakti athygli mína að starfandi hæstaréttardómari skrifaði greinar um málefni af þessu tagi í blöð en ég hef ekkert meira um það að segja,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon.

„Þegar rætt er um möguleikana á því að flokkarnir hér heima fyrir nái einhverri samstöðu, þá mun hún aldrei verða um að gera samning á þeim forsendum sem ríkisstjórnin gerði. Mér finnst stjórnarflokkarnir sýna mjög mikla tregðu til þess að hvika frá þeirri afstöðu sinni að málinu verði að ljúka með því að fallast á kröfur Breta og Hollendinga. Um það verður aldrei samstaða hér,“ segir Bjarni Benediktsson.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að þótt hann sé samþykkur þeim sjónarmiðum sem sett eru fram í greininni séu enn möguleikar á að ná niðurstöðu í málinu án þess að það fari fyrir dómstóla.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert