Vanhugsuð aðgerð

Tryggvi Þór Herbertsson
Tryggvi Þór Herbertsson Valdís Þórðardóttir

Fulltrúar Landsbankans gátu ekki gefið fullnægjandi skýringar á fyrirætlunum um að hækka vaxtaálögur á sjávarútvegsfyrirtæki á fundi efnahags- og skattanefndar í morgun, að sögn Tryggva Þórs Herbertssonar, þingmanns Sjálfsstæðisflokksins. Hann segir aðgerð bankans vanhugsaða.

 „þetta er algerlega vanhugsuð aðgerð af hálfu Landsbankans og óskiljanlegt að þetta skuli vera framlag bankans til þess að reyna að halda lífi í fyrirtækjunum,“ segir Tryggvi Þór.

Fulltrúar Landsbankans voru kallaðir fyrir nefndina í morgun að ósk Tryggva Þórs vegna fyrirætlana bankans um að hækka vaxtaálögur á sjávarútvegsfyrirtæki í 4% (úr 1,6-2%) á næstunni. Tryggvi Þór telur að þetta muni veikja stoðir enn fleiri fyrirtækja en orðið er og auka mjög áhættu í kerfinu.

„Þeir gátu ekki gefið fullnægjandi skýringar á af hverju er verið að hækka vaxtakostnaðinn á sjávarútvegsfyrirtækin,“ segir Tryggvi Þór. „Þeir voru spurðir að því hvort þeir hefðu farið yfir áhættuna sem þeir væru að auka í kerfinu með þessu. Fyrirtækin geta síður staðið í skilum ogvanskil aukast sem leiðir til þess að lánasafn þeirra versnar, sem aftur leiðir svo til þess að afskriftirnar aukast og þá þurfa þeir aftur að hækka vextina o.s.frv. Þeir voru spurðir hvort þeir hefðu gert sér grein fyrir þessum áhrifum en svörin voru loðin.“

Hann segist ætla að fylgja þessu máli eftir af fullum þunga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert