Hafa áhyggjur af ísbjarnadrápum

Björn sem skotinn var við eyðibýlið Ósland sem er nokkra …
Björn sem skotinn var við eyðibýlið Ósland sem er nokkra kílómetra austan við Sævarland í Þistilfirði. Ljósmynd/Gréta Bergrún Jóhannesdóttir

Alþjóðleg samtök, sem beita sér fyrir verndun ísbjarna, Polar Bears International, hafa áhyggjur af drápum á ísbjörnum á Íslandi og ætla að óska eftir samstarfi við íslensk yfirvöld til að tryggja að ekki þurfi að fella fleiri ísbirni hér á landi.

Þetta kemur fram í svarbréfi frá Polar Bears International til Sigurlaugar Knudsen Stefánsdóttur tónlistarmanns sem vakti athygli samtakanna á ísbirninum sem felldur var í Þistilfirði í vikunni sem leið. „Við fréttum af ástandinu á Íslandi og það hryggir okkur. Búist er við því að fleiri ísbirnir komi að byggðum á norðurslóðum eftir því sem hafísinn bráðnar. Þótt stjórnvöld í hverju landi þurfi að taka eigin ákvörðun um hvernig bregðast eigi við þessum málum er markmið okkar að hjálpa samfélögunum að tryggja öryggi þeirra án þess að fella ísbirnina... Við höfðum samband við yfirvöld á Íslandi í fyrra eftir að tveir birnir voru felldir og við ætlum að gera það aftur. Við vonum að við getum öll unnið saman að því að hjálpa bjarndýrunum og tryggja jafnframt öryggi fólksins.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert