Stóraukin koffínneysla

Orkudrykkir eru misjafnir að samsetningu. Sumir innihalda t.d. mikið koffín.
Orkudrykkir eru misjafnir að samsetningu. Sumir innihalda t.d. mikið koffín. Ásdís Ásgeirsdóttir

Orkudrykkir  og orkuskot með mjög háu koffíninnihaldi hafa komið á markað síðan hámarksgildi koffíns í drykkjarvörum var afnumið árið 2008. Matvælastofnun hefur gefið út fræðlsluefni til að upplýsa  börn, unglinga og aðstandendur þeirra um áhrif koffíns á líkamann og þær hættur sem kunna að steðja af ofneyslu þess.

Matvælastofnun bendir á að samkvæmt könnunum sé neysla Íslendinga á gosdrykkjum með því mesta sem þekkist, einkum meðal unglinga. Þeir fái töluvert koffín úr koladrykkjum. Aukin neysla á koffíni veki spurningar um heilsuáhrif. 

Fræðsluefni Matvælastofnunar um koffín

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert