Fossavélin hefur gengið í 73 ár

Fossavélin í Engidalsvirkjun.
Fossavélin í Engidalsvirkjun. mynd/bb.is

Merkur viðburður verður í virkjun Orkubús Vestfjarða í Engidal á mánudag. Þá mun klukkustundateljarinn í svokallaðri Fossavél fara yfir 600.000 en hún hefur verið í gangi nánast stöðugt í 73 ár.

Engidalsvirkjun var reist á árunum 1935 og 1936 er virkjað var svokallað Fossavatn. Sett var upp vélarsamstæða, sem kölluð var Fossavél. Uppsett afl var 600.kw. Var Fossavélinni fyrst startað 13. febrúar 1937 og er hún eina vélin á Íslandi sem er í fullum rekstri, með sinn upprunalega búnað. Á þessum 73 árum hefur Fossavélin framleitt um 220 gigavattstundir.

Bæjarins besta

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert