Brutu rúður í 23 bílum

Margir bílar voru skemmdir á sunnudagsmorgun.
Margir bílar voru skemmdir á sunnudagsmorgun. mbl.is

Rúður voru brotnar í 23 bílum sem stóðu við höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls.  Verðmætum var stolið úr nokkrum bílanna. Talið er að skemmdarverkin hafi verið unnin á snemma á sunnudagsmorgun.

Bílarnir eru flestir í eigu Vélamiðstöðvarinnar ehf. og í notkun hjá Orkuveitunni. Málið hefur verið kært til lögreglu og verið er að vinna úr upptökum öryggismyndavéla.

Samkvæmt þeim upplýsingum sem þegar liggja fyrir virðast a.m.k. tveir aðilar hafa klifrað yfir girðingu inn á athafnasvæði framkvæmdadeildar Orkuveitunnar um fimmleytið á sunnudagsmorguninn. Þar er að finna bifreiðir og aðrar vélar, tæki og búnað sem fyrirtækið á eða hefur til afnota. Svo virðist sem að þessir aðilar hafi á einni klukkustund brotið rúður í 23 vinnubílum og stolið verðmætum úr nokkrum þeirra. Fara þarf yfir hvert tæki til að meta hvort og þá hverju hefur verið stolið úr hverju þeirra. Þá verður farið ýtarlega yfir vöktun, gæslu og annan viðbúnað á svæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert