Trúnaður um samninganefnd

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar

Fulltrúar stjórnarandstöðunnar eru bundnir trúnaði um hverjir muni skipa nýja samninganefnd vegna Icesave-samningnaa, en þeir funduðu með fjármálaráðherra vegna málsins í gærkvöldi. 

Á fundinum var farið yfir fyrirkomulag þeirra viðræðna sem framundan eru. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins býst við að þau vinnubrögð sem viðhöfð verða við samningaviðræðurnar nú muni skila betri árangri en á fyrri stigum, enda sé nálgunin önnur.

„Fjármálaráðherra lagði mikið upp úr því að trúnaður ríkti um skipan samninganefndarinnar og við virðum slík,“ segir Sigmundur Davíð. „Okkur hefur fundist mikilvægt að nýir menn komi að borðinu, aðrir en til dæmis embættismenn eða fulltrúar úr gömlu samninganefndinni. Það sem gefur mér hins vegar væntingar um ásættanleg niðurstaða geti náðst er að Bretar og Holllendingar hafa gert kröfur um að stjórnarandstaðan komi einnig að þessum viðræðum. Slíkt kemur í veg fyrir að samninganefnd fari utan og komi svo heim með samninga sem ekki er hægt að sætta sig við. Nú gera viðsemjendur okkar með öðrum orðum sagt kröfum um að hér heima gangi allir í sama takti og slíkt hlýtur að vera til bóta.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert