Hollendingar bíða átekta

Jan Kees de Jager, fjármálaráðherra Hollands
Jan Kees de Jager, fjármálaráðherra Hollands

Fjármálaráðherra Hollands, Jan Kees de Jager, hefur ekki enn sent samninganefnd Hollendinga til Bretlands til viðræðna við íslensku sendinefndina vegna Icesave. Samkvæmt frétt Volkskrant er íslenska sendinefndin komin til Lundúna en de Jager segir að hollenska sendinefndin fari ekki utan fyrr en Íslendingar samþykkja grunnforsendur tilboðs Breta og Hollendinga.

Í frétt Volkskrant er ítrekað að tilboðið í síðustu viku hafi verið lokatilboð Breta og Hollendinga.  

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert