Þriðjungi þegar verið eytt

Þegar hefur 60-70 milljónum verið ráðstafað af þeim 210 milljónum sem áætlað er að þjóðaratkvæðagreiðslan kosti. Þessi kostnaður fæst ekki endurgreiddur verði hætt við atkvæðagreiðsluna.

Mikil óvissa ríkir með það hvort þjóðaratkvæðagreiðslan fer fram næstkomandi laugardag. En þrátt fyrir það er undirbúningur í fullum gangi, enda fátt annað hægt þar sem aðeins þrír dagar eru til stefnu.

Nokkuð hefur verið rætt um kostnað við þjóðaratkvæðagreiðsluna en forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa sagt hana dýra í ljósi þess að betra tilboð liggur fyrir frá viðsemjendum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert