Ekki má gelda með hrúta- eða kálfatöngum

Dýralæknar vilja ekki að bolakálfar séu geltir með kálfatöngum.
Dýralæknar vilja ekki að bolakálfar séu geltir með kálfatöngum. mbl.is

Dýralæknafélag Íslands hvetur Bændasamtök Íslands, Landssamtök sauðfjárbænda, Landssamband kúabænda og búnaðarsambönd um land allt til að beita sér gegn því að leikmenn geldi hrúta og kálfa með svokölluðum hrúta- eða kálfatöngum.

Í bréfinu segir að um sé að ræða sársaukafulla aðgerð sem krefst deyfingar og slíkar aðgerðir séu eingöngu á færi dýralækna, sbr. ákvæði laga um dýravernd og laga um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr.

„Vinsamlega hafið frumkvæði að umræðu og fræðslu um málefnið meðal sauðfjár- og kúabænda þannig að koma megi í veg fyrir brot á lögum um dýravernd hvað þetta varðar og þar af leiðandi  álitshnekki sauðfjár- og kúabænda varðandi velferð dýra,“ segir í bréfi Dýralæknafélagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert