Exista leitaði sífellt til Kaupþings

Exista virðist hafa verið í mikilli fjárþörf á árunum 2007 og 2008 og leitaði sífellt til Kaupþings vegna þess, að því er segir í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.  Exista var stærsti eigandi Kaupþings.

Þá fjárfesti peningamarkaðssjoður, stærsti sjóður Rekstrarfélags Kaupþings banka umtalsvert í skuldabréfum Exista árið 2007 og voru eignir hans um áramótin 2007/2008 um 20% í skuldabréfum Exista.

Exista fékk 250 milljóna evra víkjandi skuldabréfalán hjá Kaupþingi banka í árslok 2007 til að styrkja eiginfjárstöðu sína. Í ársbyrjun 2008 fékk félagið að taka út reiðufé í Kaupþingi gegn handveði í hlutabréfum Bakkavarar til að styrkja lausafjárstöðu Extista. Í maí sama ár óskaði Exista svo eftir því að veðunum yrði aflétt og dregur rannsóknarnefndin þá ályktun að félagið hafi verið í mikilli fjárþörf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert