Jarðskjálfti upp á 3,2 stig

Eldgosið á Fimmvörðuhálsi
Eldgosið á Fimmvörðuhálsi mbl.is/Rax

Jarðskjálfti upp á 3,2 stig varð undir norðaustanverðum Eyjafjallajökli klukkan 7:34 í morgun. Að sögn Einars Kjartanssonar, jarðvísindamanns á Veðurstofu Íslands, sést enginn órói á jarðskjálftamælum frá eldgosinu á Fimmvörðuhálsi og staðan svipuð því og hún var um einni klukkustund áður en eldgosið hófst þann 20. mars sl.

Hann segir óljóst hvort gosið sé búið, enn sé hiti í hrauninu og jafnvel eitthvað hraunrennsli enn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert