Hættu á bankabjörgunaræfingu

Samráðshópur um fjármálastöðugleika hélt í september 2007 æfingu sem gekk út á að eigið fé Kaupþings væri komið undir mörk. Hópurinn æfði hvernig ætti að bregðast við vandanum. Fulltrúi Seðlabanka og fjármálaráðuneytisins ákváðu hins vegar að hætta þátttöku á æfingunni þegar taka átti ákvörðun hvort bjarga ætti bankanum.

Starfshópurinn tók þátt í ítarlegri norrænni viðlagaæfingu haustið 2007. Meðal þátttakenda voru fulltrúar frá Seðlabanka, Fjármálaeftirlitinu og fjármálaráðuneytinu. Hver fulltrúi var í sinni stjórnstöð og samskipti fóru fram í gegn um tölvupóst. Æfingin gekk út á að Kaupþing væri í vandræðum vegna þess að eigið fé bankans væri komið undir mörk.

Æfingin gekk vel framan af en þegar kom að ákvörðun um hvort bjarga ætti Kaupþingi eða ekki fóru Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri og Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu að tala saman í síma og ákváðu að hætta þátttöku í æfingunni. Þeir töldu skynsamlegt að opinbera ekki spilin og sýna hvort íslensk stjórnvöld myndu styðja við bakið á Kaupþingi.

Talsverðar óánægju gætti hjá öðrum sem tóku þátt í æfingunni með að henni hefði ekki verið lokið. Jónas F. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sagði í skýrslu hjá rannsóknarnefndinni ákvörðun um að ljúka ekki æfingunni hefði komið mönnum í koll síðar. Tryggvi Pálsson, formaður samráðshópsins, sagði við nefndina að æfingunni hefði ekki verið fylgt nægilega vel eftir. Hann benti á að allar hinar Norðurlandaþjóðirnar hefðu ákveðið að „sýna spilin“ og það hefði verið ábending um hvað gerðist þegar krísan skall á.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert