Icelandair fellir niður allt Evrópuflug á morgun

Mikill kraftur færðist í gosið um kl. 16:30.
Mikill kraftur færðist í gosið um kl. 16:30. mbl.is/Júlíus

Icelandair hefur tilkynnt að allt flug félagsins til Evrópuborga, þ.e.  London, Kaupmannahafnar, Stokkhólms, Osló, Amsterdam, Frankfurt og Parísar á morgun, 18. apríl, verði fellt niður, líkt og raunin var um flugið til Evrópu í dag, laugardag. Öskufallið frá eldgosinu í Eyjafjallajökli hefur lokað fyrir alla flugumferð í norðan- og vestanverðri Evrópu.

Flug til og frá Bandaríkjunum verður samkvæmt áætlun.

Sérstök athygli er vakin á því að breytingar geta orðið með stuttum fyrirvara verði heimildir veittar til flugs eða af öðrum orsökum, og eru farþegar hvattir til þess að fylgjast vel með fréttum, komu- og brottfarartímum á textavarpi og vefmiðlum og upplýsingum á icelandair.is áður en farið er til Keflavíkurflugvallar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert