Flestir treysta fréttastofu RÚV

mbl.is/KG

Fréttastofa Ríkisútvarpsins nýtur mests trausts meðal almennings samkvæmt könnun, sem fyrirtækið MMR gerði. Mbl.is nýtur mests trausts meðal netfréttamiðla og af dagblöðum segjast flestir treysta Morgunblaðinu.

Alls sögðust 78,5% aðspurðra bera mikið traust til fréttastofu RÚV, 51,7% sögðust  bera mikið traust til mbl.is, 46,4% sögðust bera mikið traust til Morgunblaðsins, 44% sögðust bera mikið traust til fréttastofu Stöðvar 2, 34,8% sögðust bera mikið traust til Fréttablaðsins, 29,6% til Vísis, 26,4% til Viðskiptablaðsins, 16,9% til Pressunnar, 13,6% til Eyjunnar, 10,2% til dv.is og 9,4% til DV.

Um var að ræða síma- og netkönnun. sem gerð var 8.-12. apríl 2010. Alls svöruðu 865 einstaklingar. 

Tilkynning MMR

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert