Enn sýknað í langvinnu meiðyrðamáli

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Brynjar Gauti

Hæstiréttur hefur sýknað karlmann og konu í langvinnu meiðyrðamáli sem fyrrverandi nágranni þeirra hefur sótt gegn þeim og hefur í það minnsta kosti þrisvar sinnum komið til kasta dómstóla.

Fólkið bjó í sama húsi á 5 mánaða tímabili árið 2007. Af gögnum málsins má ráða ljóst að nokkrar deilur hafi verið á milli fólksins á þessum tíma sem tengdust meðal annars reykingum, bílastæðum og umgengni á lóð.

Dómstólar sýknuðu fólkið í fyrsta málinu en sá sem höfðaði málið höfðaði annað mál vegna meiðyrða, sem hann taldi að hefðu verið í atvikalýsingu og vitnisburði, sem fólkið gaf fyrir dómi vegna upphaflega málsins.

Héraðsdómur Reykjavíkur og nú Hæstiréttur komust að þeirri niðurstöðu, að þegar ummælin væru metin í því samhengi sem þau stæðu í yrði ekki talið að í neinu þeirra fælist refsiverð móðgun eða aðdróttun í garð mannsins. Þá var ekki talið að ummælin væru óviðurkvæmileg.

Hæstiréttur felldi málskostnað niður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert