Kolmunnaveiðar gengið vel

Kolmunni.
Kolmunni. mbl.is

Kolmunnaveiðar skipa HB Granda hafa að undanförnu gengið vel. Í frétt á vef félagsins segir að hratt hafi gengið á kolmunnakvóta þess og nú séu aðeins óveidd um 3.000 tonn af kvóta ársins. Það samsvarar einni veiðiferð til viðbótar hjá tveimur af uppsjávarveiðiskipum félagsins.

„Faxi RE og Lundey NS eru á leiðinni til Vopnafjarðar með fullfermi af kældum afla eða alls um 2.700 tonn. Faxi er væntanlegur í kvöld en Lundey í fyrramálið,“ er haft eftir Vilhjálmi Vilhjálmssyni, deildarstjóra uppsjávarveiðisviðs HB Granda, í frétt á vef félagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert