Fjöldi fólks á myndasögudegi í Nexus

Frá myndasögudegi Nexus
Frá myndasögudegi Nexus mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Árlegi alþjóðlegi myndasögudagurinn er haldinn hátíðlegur í dag en þá bjóða myndasöguverslanir upp á ókeypis myndasögur. Hér á landi er það verslunin Nexus sem fagnað hefur deginum í þau átta ár sem hann hefur verið haldinn. Stríður straumur fólks hefur verið í allan dag að Nexus.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að ráðgert sé að gefa 27 mismunandi teiknimyndasögur í átta þúsund eintökum. Í fyrra komu um 1.500 manns í Nexus og þáðu myndasögur.

Þvert á það sem telja mætti er tæpur helmingur viðskiptavina Nexus konur. Að sögn starfsmanns Nexus eru þær meira fyrir japanskar myndasögur auk þess sem sérstaklega er stílað inn á þær með myndasögum fyrir konur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert