Ellefu ákærðir fyrir vændiskaup

mbl.is/Árni Torfason

Ríkissaksóknari hefur ákært ellefu karlmenn, sem taldir eru hafa keypt vændisþjónustu af Catalínu Ncogo eða stúlkum sem hún fékk til vændisstarfsemi. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. 

Lögreglan rannsakaði málið og sendi mál sautján karla til embættis ríkissaksóknara. Þar fækkaði sakborningum um sex, þar sem sannanir þótti skorta til þess að þeir yrðu ákærðir. 

Karlarnir eru flestir á fertugs- fimmtugs- og sextugsaldri. Nokkrir þeirra verða ákærðir fyrir að kaupa vændi oftar en einu sinni. Þetta er í fyrsta sinn sem ákært er fyrir vændiskaup hér á landi, eftir að slík kaup voru gerð ólögleg með lögum frá alþingi.  Mál þetta á upphaf sitt í rannsókn á málum Catalínu, sem í fyrrahaust var dæmd fyrir margháttuð brot.  Hún sætir nú annarri ákæru, meðal annars fyrir mansal. 

Brot á lögum um vændiskaup varða sektum eða fangelsi allt að einu ári.  Eftir að ákæra hefur verið birt. 

Nokkrir þeirra sem nú eru ákærðir, hafa viðurkennt vændiskaupin, aðrir neita.  Karlarnir ellefu, eru allir ákærðir fyrir vændiskaup í október nóvember og desember í fyrra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert