FME telur ekki kærurnar frá skilanefndum föllnu bankanna

mbl.is/Eyþór Árnason

Fjármálaeftirlitið getur ekki gefið upplýsingar um hversu margar kærur skilanefndir stóru bankanna þriggja hafa sent til FME vegna meintra brota sem komið hafa fram við störf skilanefndanna.

Fram hefur komið að Fjármálaeftirlitið hefur sent 33 mál til sérstaks saksóknara og mörg mál eru enn ókláruð hjá stofnuninni.

Sigurður Valgeirsson, upplýsingafulltrúi Fjármálaeftirlitsins, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Morgunblaðsins að vinnu Fjármálaeftirlitsins hafi ekki verið háttað þannig að safnað hafi verið saman á einn stað upplýsingum um fjölda kæra/ábendinga til Fjármálaeftirlitsins frá slitastjórnum eða skilanefndum stóru bankanna þriggja.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert