Dýr sopinn

Helming af öllum banaslysum í umferðinni má rekja til ölvunar …
Helming af öllum banaslysum í umferðinni má rekja til ölvunar og vímuefnaneyslu. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Kostnaðurinn af völdum áfengis og vímuefna er á bilinu frá 53,1 til 85,3 milljarða á ári, eða á milli 3,1% og 5% af landsframleiðslu. Þetta er niðurstaða Ara Matthíassonar í meistararitgerð hans um vandann.

Ari reiknar út kostnaðinn fyrir heilbrigðiskerfið, löggæslu og dómstóla. Jafnframt leggur hann mat á kostnaðinn í glötuðum mannslífum.

Í viðtali við Ara í Sunnudagsmogganum kemur meðal annars fram að um helming af öllum banaslysum í umferðinni má rekja til ölvunar og vímuefnaneyslu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert