Erfitt að ná endum saman

Frá fundi um fátækt í dag.
Frá fundi um fátækt í dag.

Nýleg könnun á vegum Háskóla Íslands leiðir í ljós að rúmlega þriðjungur landsmanna telur erfitt eða mjög erfitt að ná endum saman í rekstri heimila. Þetta hlutfall er þó lægra en það var árið 2004.

Þetta kom fram í fyrirlestri Guðnýjar Bjarkar Eydal frá Háskóla Íslands á fundi um fátækt, sem  Stýrihópur Evrópuársins 2010 boðaði til í morgun.  Á árinu 2004 töldu 9,7% svarenda mjög erfitt að ná endum saman en 8,2% árið 2009.  36,6% svarenda töldu það erfitt eða nokkuð erfitt að ná endum saman árið 2004 en 30,8% árið 2009.

Sólveig Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts ræddi á fundinum um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Hún sagði að fjárhagsaðstoð hafi aukist nokkuð frá árinu 2007. Þó beri að geta þess að fleiri einstaklingar hafi fengið slíka aðstoð árið 2003 en 2009.

Hjálparbeiðnum til Hjálparstarfs kirkjunnar hefur fjölgað mikið að undanförnu. Í máli Vilborgar Oddsdóttur frá Hjálparstarfi kirkjunnar kom fram að í desember 2007 hafi 1591 mál verið afgreidd þar, en í sama mánuði árið 2009 voru þar afgreidd 3946 mál.

Hún sagði að konur leiti í meira mæli en karlar til Hjálparstarfs kirkjunnar eftir aðstoð. Í nýlegri könnun meðal notenda þjónustu Hjálparstarfsins á líðan, ástandi og viðbrögðum við kreppunni koma eftirfarandi niðurstöður meðal annars fram, að í apríl 2009 sögðust 58% sleppa því að kaupa fyrir börnin en þetta hlutfall hækkaði í 84,4% í október.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert