Strandsiglingar álitlegar

Strandsiglingar þykja álitlegar.
Strandsiglingar þykja álitlegar. mbl.is/Sverrir

Álitlegt kann að vera að hefja strandsiglingar við landið að nýju, enda virðist eftirspurn eftir slíkri þjónustu séu flutningsgjöld samkeppnishæf því sem gerist í landflutningum.

Helst kemur til greina áætlun sem miðast við siglingar milli Reykjavíkur, Ísafjarðar og Akureyrar auk Sauðárkróks og Patreksfjarðar og Bíldudals. Gert er ráð fyrir að Akureyri sé heimahöfn.

Einnig kemur til greina að gera út skip sem siglir hringinn í kringum landið á fimm dögum og þriðji valkosturinn gerir ráð fyrir áætlun skips sem sigldi milli Reykjavíkur Ísafjarðar tvisvar í viku hverri.

Fyrstnefndi valkosturinn er talinn sá álitlegasti og þá er heildarkostnaður áætlaður 884 milljónir króna á ári. Strandsiglingar henta vel til flutninga á því sem kalla má „þolinmóðar vörur“ svo sem byggingar- og iðnaðarvörur, hráefnisvörur ýmiskonar, sjávarafurðir og fleira slíkt. Ferskvörur verða að fara landleiðina með þeim hraða og sveigjanleika sem slíkir flutningar bjóða


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert