Málþóf í umræðu um stjórnlagaþing

Alþingi Rannsóknarnefndarskýrsla rædd
Alþingi Rannsóknarnefndarskýrsla rædd Árni Sæberg

Birgir Ármannson, Sjálfstæðisflokki, fjallaði í löngu máli um eðli stjórnarskráa og fór með stiklur úr sögu stjórnskipunar í Suður Afríku og Þýskalandi eftir síðari heimstyrjöld í ræðu sinni í upphafi umræðu Alþingis um frumvarp forsætisráðherra um stjórnlagaþing í dag. Þá rakti hann gagnrýni annarra þingmanna á frumvarpið sem fram kom í ræðum þeirra í gær.

Gunnar Bragi Sveinsson, Framsóknarflokki, tók við keflinu og fjallaði um forgangsröð mála á þinginu, aðildarumsókn að Evrópusambandinu og rakti ólík sjónarmið þingmanna í málinu. Þá spáði hann því að umræða um stjórnlagaþingið gæti dregist mjög a langinn.

Lagði hann til að umfjöllun um málinu yrði frestað, önnur brýnni mál lægju fyrir. Hann sagði málið mikilvægt en ekki væri farsælt að keyra það gegnum þingið.

Sextán þingmenn eru á mælendaskrá og 24 liðir eru á dagskrá þingsins í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert