Bretar í vegi fyrir inngöngu?

William Hague, utanríkisráðherra Breta.
William Hague, utanríkisráðherra Breta. reuters

Breska ríkisstjórnin gæti staðið í vegi fyrir því að Íslendingar komist í Evrópusambandið, sagði í frétt sem birtist í gærkvöldi á vef breska blaðsins Guardian. Þar er haft eftir Willliam Hague, utanríkisráðherra Breta, að Íslendingar verði að gangast við skuldbindingum sínum.

„Við munum ekki standa í vegi fyrir [því að viðræður séu hafnar], en viljum að það sé tryggt strax frá byrjun að Íslendingar standi við fjárhagslegar og lagalegar skuldbindingar sínar,“ segir Hague.

Leiðtogaráð ESB ákvað í gær að hefja skyldi aðildarviðræður við Íslendinga og segir aðalsamningamaður Íslands efnislegar viðræður geta hafist á fyrri hluta næsta árs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert