Minni helgarumferð

mbl.is/Ómar

Mun minni umferð var um Hringveginn í nágrenni Reykjavíkur um helgina en var sömu helgi í fyrra, eða 7,2 prósentum minni umferð. Samdráttur er á öllum talningarstöðunum sex, að því er segir á vef Vegagerðarinnar.

Þá segir að það veki athygli að umferðin síðustu þrjár helgar hafi verið mjög svipuð en árin tvö þar á undan hafi umferðin verið miklu sveiflukenndari um helgar.

Mjög mikill samdráttur hafi verið á öllum mælipunktum, ef frá sé talin veruleg aukning um Hafnarmela, miðað við sömu helgi fyrir ári.

Samanlögð umferð allra mælipunkta hafi aftur á móti verið svipuð, sé hún borin saman við síðustu tvær helgarnar á undan.

Þá veki það athygli, það sem af sé sumri, hversu litlar sveiflur séu milli helga, sé horft til sömu helga árin 2008 og 2009. Það mætti segja að nánast sama umferð upp á bíl sé um síðustu helgi og helgina þar á undan. Veðrið virðist ekki skipta hér öllu máli samanber síðustu helgi, segir á vef Vegagerðarinnar.

Samkvæmt athugun Vegagerðarinnar á helgarumferð í júní, er síðasta helgin í júní enn stærsta umferðarhelgin það sem af er sumri.

„Nú þegar Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu er lokið verður fróðlegt að sjá umferð um næstu helgi. Kemur þá í ljós hvort Íslendingar flykkist út á vegi landsins,“ segir á vef Vegagerðarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert