Takmarkað fordæmisgildi dómsins

Lögmenn í héraðsdómi þegar málið var flutt.
Lögmenn í héraðsdómi þegar málið var flutt. mbl.is/Árni Sæberg

Lýsing segir, að fordæmisgildi dómsins, sem Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp í dag, sé takmarkað vegna þess að legið hafi fyrir, áður en málið var höfðað, að dómnum yrði áfrýjað til Hæstaréttar óháð því hver niðurstaðan yrði. 

„Mikilvægi þessa dóms felst fyrst og fremst í því að dómurinn er nauðsynlegur áfangi til að ná fram endanlegri niðurstöðu í þessu mikilvæga máli. Sú niðurstaða mun ekki liggja fyrir, fyrr en Hæstiréttur hefur kveðið upp sinn dóm en vonir standa til þess að það geti orðið nú í september," segir í tilkynningu frá Lýsingu.

Héraðsdómur dæmdi í dag í máli Lýsingar gegn viðskiptavini þar sem deilt var um hvernig gera ætti upp bílalán eftir að Hæstiréttur dæmdi að gengistrygging lána væri ólögleg. Niðurstaðan var, að miða við  lægstu óverðtryggðu vexti Seðlabanka Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert