Smábátar mega veiða makríl

Smábátar þurfa ekki leyfi til að veiða makríl.
Smábátar þurfa ekki leyfi til að veiða makríl. Kristinn Ingvarsson

Strandveiðibátar þurfa ekki neitt leyfi til að veiða makríl. Bátunum er því heimilt að veiða makríl á banndögum.


Í tilkynningu frá Fiskistofu segir: „Bátur með strandveiðileyfi þarf ekki sérstakt makrílveiðileyfi. Reglur um strandveiðibáta gilda á makrílveiðum, þ.e. tilkynningar, heimilir veiðidagar, lengd veiðiferða, veiðisvæði o.þ.h.  Takmörkun um hámarksmagn á dag á ekki við um makrílafla. Ekki er heimilt að sækja í aðrar tegundir en makríl á þeim dögum sem auglýstir eru sem „banndagar“ á strandveiðum.  Meðafli í kvótabundnum tegundum mun verða meðhöndlaður líkt og annar afli sem strandveiðibátar veiða umfram leyfilegt magn, þ.e. beitt verður álagningu vegna ólögmæts sjávarafla“. 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert