Femínistar hvetja þjóðkirkjuna til að taka afstöðu gegn kynferðisofbeldi

mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Femínistafélag Íslands hvetur þjóðkirkjuna til þess að taka skýra afstöðu gegn kynferðisofbeldi í ályktun sem félagið hefur sent á fjölmiðla.

„Femínistafélag Íslands tekur undir með Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur og hvetur til þess að Þjóðkirkjan taki skýra afstöðu gegn kynferðisofbeldi og virkan þátt í baráttu gegn því. Prestar og aðrir trúarleiðtogar eru í valdastöðu gagnvart þeim sem til trúfélaga leita eða starfa innan þeirra. Misnotkun á slíkri stöðu er gríðarlega alvarleg.

Femínistafélagið fagnar þeim skrefum sem Þjóðkirkjan hefur þegar tekið til að bregðast við kynferðisofbeldi en brýnir hana og önnur trúfélög til frekari aðgerða."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert