Ólögleg verkfallsvarsla

Slökkviliðsmenn stöðvuðu flug til Húsavíkur í dag.
Slökkviliðsmenn stöðvuðu flug til Húsavíkur í dag. mbl.is/Ernir

Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segir að verkfallsvarsla slökkviliðsmanna á Reykjavíkurflugvelli í dag hafi verið ólögmæt en slökkviliðsmenn komu í veg fyrir að hægt væri að fljúga til Húsavíkur.

Haft var eftir Gísla í fréttum Ríkisútvarpsins, að samkvæmt skýrum dómum Hæstaréttar sé verkfallsvarsla, sem bitni á neytendum, bótaskyld.

Slökkviliðsmenn meinuðu farþegum að fara út úr flugstöðinni á Reykjavíkurflugvelli út í flugvél, sem átti að fara til Húsavíkur klukkan 14 í dag. Í kjölfarið var öllu fyrirhuguðu flugi Flugfélags Íslands til Húsavíkur í dag aflýst. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert