Vélarvana gúmbáti bjargað

Skemmtibáturinn RibSafari í Vestmannaeyjum kom vélarvana gúmbáti til aðstoðar nú í kvöld. Þrír menn voru á siglingu á Zodiac gúmbáti þegar drapst á vél bátsins vestur af Stórhöfða.

Þeir hringdu á Neyðarlínuna sem kallaði út björgunarsveitina í Vestmannaeyjum.

RibSafari var nærstaddur og kom fyrr á vettvang og tók gúmbátinn í tog til hafnar í Vestmannaeyjum.

Mennina í gúmbátnum sakaði ekki.

Gúmbáturinn var staddur nokkuð nálægt landi og er ágætisveður þar sem óhappið varð en hann var farinn að reka frá landi þegar skemmtibáturinn náði til hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert