Á ekki fyrir skuldunum

Bankastjóri Arion banka segir kyrrstöðusamning við Gaum hluta af þeirri …
Bankastjóri Arion banka segir kyrrstöðusamning við Gaum hluta af þeirri viðleitni bankans að fá sem mest upp í kröfur, alls 50 milljarða. mbl.is/Golli

„Ég held – og tel jafnframt að það hafi komið fram – að það sé frekar langsótt að félagið sé borgunarmaður fyrir öllum sínum skuldum. Þetta gengur þannig fyrir sig að bankinn er að reyna að hámarka sína innheimtu, hvort sem það er öll skuldin eða einhver hluti hennar, verulegur eða mjög lítill.“

Þannig mælir Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka í Morgunblaðinu í dag, aðspurður hvort bankinn búist við miklum heimtum er nýtilkominn kyrrstöðusamningur við Gaum rennur út eftir óuppgefinn tíma.

„Það er mjög langt á milli fullrar innheimtu og engrar innheimtu og bankinn er í sjálfu sér að reyna að hámarka sinn hlut. Ég tel ólíklegt að skuldin innheimtist að fullu,“ segir Höskuldur en ráða má af svörum hans að væntingum sé stillt í hóf.

Eins og komið hefur fram felur kyrrstöðusamningurinn í sér að vaxtagreiðslur af skuld Gaums eru frystar á meðan bankinn aflar upplýsinga um stöðu félagsins. Höskuldur vísar gagnrýni á samninginn á bug og segir hann í takt við meðferð á skuldum heimila. Hvað snertir önnur atriði samningsins kveðst hann ekki hafa heimild til að sjá sig um efnisatriði á þessu stigi.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert