Gert að greiða Arion banka 24,5 milljónir

Höfuðstöðvar Arion banka, áður Kaupþings.
Höfuðstöðvar Arion banka, áður Kaupþings. mbl.is/Árni Sæberg

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt eignarhaldsfélagið Vindasúlur og eiganda þess til að greiða Arion banka 24,5 milljóna króna yfirdráttarskuld. Félagið samdi á sínum tíma við Kaupþing um yfirdráttarheimildina og sjálfskuldarábyrgð, sem eigandi félagsins skrifaði undir árið 2007 var talin vera í gildi.

Félagið er í eigu Karls Steingrímssonar og fleiri í fjölskyldu hans og hét áður Kirkjuhvoll ehf. Það á og rekur ýmsar fasteignir. Vindasúlur komu meðal annars við sögu í máli sem kom upp í byrjun ársins vegna gruns um fjársvik við sölu á fasteign við Skúlagötu, fyrst til indversks fyrirtækis og síðan til kínverska sendiráðsins.

Lögreglan lagði þá hald á 92 milljónir króna  sem voru inni á bankabók annars félags í eigu sömu aðila. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert