Dýpkun hafin í Landeyjahöfn

Herjólfur siglir sína fyrstu ferð frá Vestmannaeyjum í Landeyjahöfn í …
Herjólfur siglir sína fyrstu ferð frá Vestmannaeyjum í Landeyjahöfn í sumar. Rax / Ragnar Axelsson

Dýpkunarskipið Perla vinnur nú að dýpkun Landeyjahafnar. Herjólfur hefur ekki siglt í Landeyjahöfn síðan 28. september en höfnin var orðin of grunn vegna sandburðar. Dýpkunarskipið Perla gat hins vegar ekki hafið dýpkun um leið þar sem skipið var í viðgerð í Hafnarfirði. Ekki liggur fyrir hversu langan tíma dýpkun hafnarinnar mun taka en síðast þegar höfnin lokaði vegna sandburðar tók fjóra daga að dýpka hana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert