Hjúkrunarráð telur öryggi sjúklinga stofnað í hættu

Landspítalinn við Hringbraut.
Landspítalinn við Hringbraut. mbl.is/Júlíus

Boðaður niðurskurður í fjárlagafrumvarpi hefur neikvæð áhrif á sjúklinga Landspítalans og stofnar öryggi þeirra í hættu. Þetta kemur fram í ályktun hjúkrunarráðs Landspítala.

Bylgja Kærnested, formaður hjúkrunarráðs, segir niðurskurð síðustu tvö árin nema sex milljörðum króna. „Það er búið að velta við öllum steinum og færa þjónustustigið það neðarlega að einfaldlega er ekki hægt að breyta því öllu meira. Það er búið að fækka sólarhringsrúmum og breyta þeim í dagrúm. Það er búið að breyta sólarhringsleguplássum í fimm daga pláss. Sjúklingar eru sendir fyrr heim. Þeir koma jafnvel sama dag og þeir fara í skurðaðgerð. Legutími á spítalanum hefur styst töluvert á þessum tveimur árum,“ segir Bylgja sem telur að erfitt verði að skera meira niður án þess að það bitni á öryggi sjúklinga.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert