BSRB með jafnt kynjahlutfall í lífeyrissjóðum

Merki BSRB.
Merki BSRB.

Vegna fréttar Morgunblaðsins um ójafnt kynjahlutfall fulltrúa stéttarfélaganna í stjórnum lífeyrissjóða, er það tekið fram á vef BSRB að félagið hefur gætt þess að hafa þetta hlutfall jafnt. Af fimm aðalfulltrúum eru þrír karlar og tvær konur og til vara eru tvær konur og tveir karlar.

Aðalfulltrúar BSRB í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins eru þau Árni Stefán Jónsson og Þórveig Þormóðsdóttir, en til vara Trausti Hermannsson og Kristín Á. Guðmundsdóttir. Þau Elín Björg Jónsdóttir og Garðar Hilmarsson eru aðalfulltrúar í Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga, en til vara eru Sverrir Björn Björnsson og Björg Bjarnadóttir. Þá situr Gunnar Gunnarsson í stjórn Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda fyrir hönd BSRB, en bandalagið á engan varafulltrúa þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert