Kanna hugsanlegt eftirlit sendiráðs Bandaríkjanna

Bandaríska sendiráðið í Reykjavík.
Bandaríska sendiráðið í Reykjavík. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Utanríkisráðuneytið mun kanna hvort bandaríska sendiráðið hafi haft sambærilegt eftirlit með íslenskum þegnum og sendiráð Bandaríkjanna í Noregi og Danmörku sem sagt var frá í fréttum í gær og fyrradag.

Þá mun það kanna hvort slíkt hafi verið gert með samráði við íslensk stjórnvöld.

Laura Gritz, talsmaður bandaríska sendiráðsins á Íslandi, segir í yfirlýsingu að bandarísk yfirvöld veiti ekki nákvæmar upplýsingar um hvernig staðið sé að öryggismálum.

Gritz segir að bandarísk yfirvöld geri allt sem í þeirra valdi standi, þá í samstarfi við innlend yfirvöld, til að verja starfsstöðvarnar og starfsmenn, bæði Bandaríkja- og heimamenn.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert