Virðist viðmælandinn lykilatriðið

Páll Magnússon útvarpsstjóri.
Páll Magnússon útvarpsstjóri.

Páll Magnússon útvarpsstjóri vill ekki tjá sig um uppsögn Þórhalls Jósepssonar fréttamanns en vísar til yfirlýsinga Óðins Jónssonar fréttastjóra RÚV um málið. „Ég er sammála þeim og hef engu við þær að bæta,“ sagði Páll.

Í yfirlýsingu Óðins í fyrradag kemur m.a. fram að hann telji að Þórhallur hafi „vegið að trúverðugleika fréttastofu RÚV og því trausti sem þarf að ríkja á ritstjórn þessa mikilvæga fjölmiðils í almannaeigu“.

Hann vitnar einnig til starfsreglna RÚV um að samþykki fréttastjóra sé forsenda þess að fréttamaður geti tekið að sér verkefni á borði við ritun bókar.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir Þórhallur að af bréfi frá Óðni og ýmsu öðru megi ráða, að málið snúist um hver ráðherrann fyrrverandi var. „Ég sé ekki betur en að það sé lykilatriðið.“


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert