Hvetja Marinó til að hætta við

Marinó G. Njálsson sagði sig úr stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna vegna …
Marinó G. Njálsson sagði sig úr stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna vegna yfirvofandi umfjöllunar um persónuleg fjármál hans.

Alþingismennirnir Eygló Harðardóttir, Lilja Mósesdóttir og Margrét Tryggvadóttir hvetja Marinó G. Njálsson til að endurskoða ákvörðun sína um að segja sig úr stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna. Þær hvetja og fjölmiðla til að íhuga hver sé tilgangur umfjöllunnar um persónulega hagi talsmanna hagsmunasamtaka hverju sinni.

Þingkonurnar þrjár hafa sent frá sér yfirlýsingu „í tilefni afsagnar Marinós G. Njálssonar úr stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna vegna fyrirhugaðrar umfjöllunar Fréttatímans um skuldastöðu fjölskyldu hans.“ Þær benda á að Marinó hafi verið öflugur málsvari félagsmanna í Hagsmunasamtökum heimilanna og annarra skuldsettra heimila. 

Þær benda á útbreiddan skuldavanda hjá íslenskum heimilum, samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofunnar. 

„Eðlilegt er að baráttumenn fyrir hagsmunum hafi hagsmuna að gæta á því sviði.  Eins má gera ráð fyrir að stjórnarmenn Öryrkjabandalagsins séu öryrkjar, stjórnarmenn í launþegahreyfingu launþegar og stjórnarmenn í Blaðamannafélaginu fjölmiðlamenn.  Því ætti ekki að koma neinum á óvart að stjórnarmenn Hagsmunasamtakanna skuldi, líkt og 2/3 heimila landsins.   
Sérstök fréttaumfjöllun um skuldastöðu einstakra stjórnarmanna  hlýtur að vekja upp spurningar um hvort verið sé að fara í manninn, en ekki málefnið,“  segir m.a. í yfirlýsingunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert