Innbrotafaraldur í Reykjadal

Lögreglunni á Húsavík hafa borist tilkynningar um sex innbrot, aðallega í Reykjadal, á undanförnum tveimur vikum. Brotist var inn í eina verslun og fimm hús sem flest eru notuð sem sumarhús. Eigendur húsanna sakna aðallega áfengis eftir innbrotin. 

Innbrotsþjófarnir hafa unnið nokkrar skemmdir á húsunum til að komast inn í þau. Að öðru leyti hafa þeir gengið vel um, að sögn lögreglunnar, og ekki allt lagt í rúst eins og stundum gerist. Málin eru nú í rannsókn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert