Gunnar kynnti fjárhagsáætlun sín

Gunnar I. Birgisson.
Gunnar I. Birgisson. mbl.is/Golli

Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og fyrrverandi bæjarstjóri kynnti sína eigin fjárhagsáætlun fyrir næsta ár í félagsheimili sjálfstæðismanna í Kópavogi í dag. Gunnar mun síðan leggja áætlunina fram fyrir bæjarstjórn Kópavogs á þriðjudag.

Allir bæjarfulltrúar utan Gunnars unnu að gerð fjárhagsáætlunar sem var lögð fram síðastliðinn þriðjudag og og fer síðari umræða fram um hana á þriðjudag. Gunnar telur hins vegar jafn miklar hækkanir á sköttum og þjónustugjöldum, líkt og meirihluti bæjarstjórnarinnar leggur til, óþarfar. Álögur meirihlutans eru tæplega hálfum milljarði hærri en fjárhagsáætlun Gunnars gerir ráð fyrir.

Gunnar segir við Morgunblaðið í dag, að hann hafi fundið  sig knúinn til að leggja fram sína eigin áætlun.

„Minnar nærveru var ekki óskað, eða þannig. Ég var mjög ósáttur við bæði aðferðina, grunninn og þær tillögur sem voru á lofti. Ég sem sjálfstæðismaður gat bara ekki staðið á þessu, því miður,“ sagði Gunnar við blaðið.

Í fjárhagsáætlun hans eru rekstrarliðirnir sundurliðaðir. „Restin er svo niðurskurður í mannskap. Það má minnka mannskap án þess að fara í uppsagnir með því að ráða ekki í stað þeirra sem hætta. Stærstu þættirnir í vinstriáætluninni eru hækkanir á sköttun og þjónustugjöldum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert