Bauð Ban Ki-moon til Íslands

Frá setningu heimsþings hreinnar orku í Abu Dhabi í dag.
Frá setningu heimsþings hreinnar orku í Abu Dhabi í dag.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, bauð í dag Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, að heimsækja Ísland enda gæti slík heimsókn styrkt málflutning hans á alþjóðavettvangi.

Þeir Ólafur Ragnar og Ban áttu fund í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í morgun. Sagði Ólafur Ragnar, að viðræður við íslenska vísindamenn, verkfræðinga og tæknifólk, gætu verið liður í slíkri heimsókn auk vettvangsferða.

Að sögn íslensku forsetaskrifstofunnar lýsti Ban Ki-moon  miklum áhuga á því að þiggja slíkt heimboð.

Heimasíða forseta Íslands

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert